Áhrifavaldar – Sissa og Sunna með sýningarspjall í Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar kl. 14.00.

aa
© CHRISTER STRÖMHOLM
© CHRISTER STRÖMHOLM

 

Laugardaginn 14. janúar kl. 14.00, munu ljósmyndararnir Sissa og Sunna Ben ræða um valin verk á sýningunni „PORTRETT- handhafar Hasselblad verðlaunanna“ sem nú stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þær Sissa og Sunna munu spjalla um verkin, setja  þau í samhengi við eigin listsköpun, varpa fram hugleiðingum um hvað býr að baki góðri ljósmynd og hvaða þættir það eru sem gera listamann að áhrifavaldi.

Á sýningunni, „PORTRETT- handhafar Hasselblad verðlaunanna“ má sjá úrval verka eftir handhafa Hasselblad-verðlaunanna með sérstakri áherslu á portrett. Alls sjö ljósmyndarar eiga verk á sýningunni og spanna þau tímabilið 1940 til 2014. Sýningin skartar lykilverkum goðsagna allt frá Irving Penn og portrettum hans af Salvador Dalí og Marcel Duchamp til Richards Avedon og verks hans The Family af áhrifafólki í bandarísku þjóðlífi árið 1976.

Á sýningunni er einnig að finna hina goðsagnakenndu tískumynd Avedons, Dovima with Elephants, Evening Dress by Dior, Cirque d’Hiver, Paris, August 1955.

Allir velkomnir og frítt inn.

Athugið að nú eru seinustu forvöð að sjá þessa merku sýningu því henni lýkur sunnudaginn 15. janúar!
/sr.