Almennar skólareglur

Ljósmyndaskólinn er einkarekinn skóli sem byggir afkomu sína á skólagjöldum nemenda. Nemendur skuldbinda sig til að greiða skólagjöld fyrir eitt skólaár í senn. Skólagjöld skulu vera fullgreidd við upphaf hverrar annar.

  1. Gagnkvæm virðing, kurteisi og heiðarleiki skal höfð að leiðarljósi í samskiptum nemenda og starfsfólks og alls staðar þar sem komið er fram í nafni skólans. Virða skal markmið skólans, stefnu hans og reglur og gæta í hvívetna að varpa ekki rýrð á heiður hans.
  2. Nemendur skulu sýna góða ástundun í kennslustundum, koma stundvíslega til kennslu og tilkynna forföll á innraneti skólans ef þau koma upp.
  3. Nemendur skulu sýna góða umgengni í húsnæði skólans, einkum í vinnuaðstöðu og við notkun á tækjabúnaði hans.
  4. Reykingar eru óheimilar í húsnæði skólans. Öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í húsakynnum skólans.
  5. Óheimilt er að neyta matar og drykkjar í framköllunaraðstöðu, myndveri, bókasafni og tölvuveri skólans.
  6. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á eigin verðmætum.
  7. Nemendur bera fulla ábyrgð á tjóni sem þeir kunna að valda á húsnæði skólans eða eigum hans.
  8. Brot á reglum skólans getur leitt til brottvísunar úr skóla.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn