Andlit norðursins fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016

aa

rax295-GR-G

Ragnar Axelsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir ljósmyndabókina Andlit norðursins.  Það er fyrsta sinn í sögu Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem ljósmyndari  fær þessa mikilvægu viðurkenningu fyrir ljósmyndabók. Bókin er einstakt verk og afrakstur þess að Ragnar hefur farið yfir ævistarf sitt sem ljósmyndari og rýnt í dagbækur sínar frá fjölmörgum ferðum um norðurslóðir undanfarna áratugi. Hann hefur verið einkar ötull við að skrá líf og störf íbúa norðurslóða og þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi þeirra og samfélagi. Í bókinni eru áður óbirtar ljósmyndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi og einnig sögurnar á bak við þær sem eru fyndnar og sorglegar en um fram allt svo einstalega mannlegar. Á þann hátt hefur Ragnar Axelsson skapað einstakt verk í menningarsögu Íslendinga en einnig verk sem hefur gildi fyrir heiminn allan, verk sem er  skrásetning á tilveru mannsins á norðurhveli á umbrotatímum. Til hamingju Rax.

Á vef Rúv. segir frá veðlaunaafhendingunni og hér má hlusta á ræðu Ragnars við tilefnið.

Einnig rakst tíðindakona bloggsins á skemmtilegar vangaveltur Arnaldar Mána Finnssonar um bókina á vefnum  starafugl.is. Heitir pistill hans Norðrið á stofuborðinu.

Þess má  geta að bókaforlagið Crymogea hefur gefið út viðhafnarútgáfu bókarinnar. www.crymogea.is.

rax

/sr.