Ásgeir Pétursson – Á norðurslóð

aa

Út er komin bókin  Á norðurslóð – bók sem er blanda mynda og texta og hefur að geyma býsna fróðlega ferðasögu frá Grænlandi samtímans. Bókin er samstarfsverkefni feðganna Péturs Ásgeirssonar sem skrifar textann og  Ásgeirs Péturssonar sem tekur myndirnar í bókinni.  Textinn er að hluta til dagbókarfærslur frá ferðalagi feðgana á bátnum Sermermioq en þeir sigldu með vesturströnd Grænlands, frá Nanortalik á Suður Grænlandi og norður til Uummannaq sem er langt norðan heimskautsbaugs.  Saman við dagbókarbrot frá ferðinni er fléttað ýmsum fróðleik um Grænland.  Ljósmyndir Ásgeirs gegna svo ekki síst mikilvægu hlutverki í að miðla sögunni og með þeim er einnig dregin upp svipmynd af landi og þjóð. Í bókinni er að finna myndir af landslagi jafnt og byggð og mannlífi á vesturströnd Grænlands en leið feðganna lá meðal annars um 13 af 17 bæjum Grænlands.  Endurspegla myndirnar með skýrum hætti lífskjör og menningu þessara granna Íslendinga.

Bókin fæst í öllum betri bókabúðum.

Ásgeir er nemandi á 2. ári í Ljósmyndaskólanum. Hann hefur þegar haldið tvær einkasýningar og er sýningu hans í Hörpu, af myndum frá Grænlandi, einmitt nýlokið. Verk hans má meðal annars sjá á vefsíðunni asgeirpetursson.com