Bergdís Guðnadóttir – Vika og vika

aa

Bergdís Guðnadóttir

Vika og Vika

Í verkinu Vika og Vika varpar Bergdís ljósi á þann veruleika sem hún upplifir sem einstæð móðir, með börnin sín aðra hvora viku. Rannsókn Bergdísar á eigin upplifun er persónuleg og með því að einblína á lífið innan veggja heimilisins leitast Bergdís eftir því að fanga þessa tvo ólíku heima og gera andstæður sem þeim fylgja sýnilegar. Orka, hávaði og gleði einkenna heimilið aðra vikuna á meðan þögn, kyrrð og tómleiki taka við þá næstu og þannig gengur það viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Það lifa margir við þennan veruleika og þó svo að upplifun hvers og eins sé ólík þótti Bergdísi  þarft og áhugavert að vinna með viðfangsefnið.  

 

Instagram: @bergdis11