Bókakynning – Portræt – fortællinger fra en pandemi – Therese Vadum

aa

Hér er hægt að fletta í gegnum bókina.

Portræt – fortællinger fra en pandemi.

Portræt – fortællinger fra en Pandemi efter Therese Vadum og Sidsel Lauge West var ein þeirra bóka sem kynnt var á bókakynningu í beinni útsendingu frá Ljósmyndaskólanum á dögunum. Sannarlega verk sem endurspeglar aðstæður undanfarið ár. Bókin er einhverskonar dagbók eða portrett af ástandinu í Danmörku eftir að samfélagið fór í biðstöðu vegna útbreiðslu Covid faraldursins. Hefur hún að geyma myndir af fólki og fjarlægðin á milli þess og ljósmyndarans er augljós; myndirnar teknar í gegnum gler sem endurspeglar. Í bókinni eru líka textar viðkomandi.

Bókin var samvinnuverkefni Therese og Sidsel og það er Sidsel sem tekur viðtölin og skirfar textann og Therese tók myndirnar. Bókin kom út nú seinni hluta síðasta árs. Sjá má um bókina hér og eins hér.

Therese er ein af útskrifuðum nemendum Ljósmyndaskólans. Að loknu námi fór hún í framhaldsnám í Danmörku. Hún hefur skapað sér fjölbreytt viðfangsefni. /sr.