Bókin hennar Siggu Ellu, Fyrst og fremst er ég, kemur út í apríl!

aa

f685b66daed2aa1d60ba26a083986473siggaE (1)

Það er  gaman að segja frá því að það tókst að fjármagna útgáfu bókarinnar hennar Siggu Ellu,  Fyrst og fremst er ég,  á söfnunarsíðu Karolina fund. Bókin mun koma í búðir í apríl.  Það er forlagið Portfolio sem sér um prentun og dreifingu.

 

Í bókinni eru 21 portrettmynd af einstaklingum með Downs heilkenni sem og persónulegur texti frá hverjum og einum. Auk þess eru hugleiðingar í lok bókar frá aðstendunum fólks með Downs heilkenni. Myndaserían hefur verið sýnd víða hér á Íslandi og  erlendis, vakið mikla athygli og víða hefur verið um hana fjallað í fjölmiðlum. Verkefnið var lokaverkefni Siggu Ellu við Ljósmyndaskólann árið 2014.

Nánar um verk Siggu Ellu má sjá hér: siggaella.com

/sr.