Hjördís Eyþórsdóttir – Put all our treasures together

Ljósmyndabókin er mikilvægur listmiðill í samtímanum. Nemendur Ljósmyndaskólans kjósa iðulega að setja verk sín fram í bókverki, bæði á meðan á námi stendur og þó nokkur útskriftarverkefni frá skólanum hafa verið bókverk.

Listamaður vikunnar – Eyrún Haddý Högnadóttir – Brjóstverkur

Listamaður/listakona vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur notað hann að vild sem tilraunastofu til að birta verk sín. Það er Eyrún Haddý Högnadóttir sem er listamaður vikunnar að þessu sinni. Hún er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Listakona vikunnar – Lovísa Fanney Árnadóttir – Hvar er Halli?

Listamaður/listakona vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur notað hann að vild sem tilraunastofu til að birta verk sín. Það er Lovísa Fanney Árnadóttir sem er listamaður vikunnar að þessu sinni. Hún er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Bókakynning í beinni útsendingu

Ljósmyndabækur eru eitt mikilvægt birtingarform samtímaljósmyndunar. Í beinni útsendingu frá Ljósmyndaskólanum þann 18. febrúar kynnti […]

Listamaður vikunnar – Helga Katrínardóttir – Hverfult

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur notað hann að vild sem tilraunastofu til að birta verk sín. Það er Helga Katrínardóttir sem er listamaður vikunnar að þessu sinni. Hún er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Að vinna með safn

Nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 voru að ljúka vinnustofunni Að vinna með safn. Þar […]

Langar þig í listnám?

Kynningardagar Samtaka sjálfstæðra listaskóla dagana 18. – 19. febrúar. Eins og hefð er fyrir standa […]

Þau eru útskrifuð

Þann 22. janúar útskrifaðist þessi hópur frá Ljósmyndaskólanum. Síðastliðinn föstudag útskrifuðust 13 nemendur frá Ljósmyndaskólanum. […]

Útskriftarsýning undirbúin

Þann 16. janúar opnaði sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á útskriftarverkum þeirra 13 nemenda sem nú […]

Krummi – 16. janúar

Krummi 16. JANÚAR Krummi notar myndavélina sem tæki er gefur hinu ljóðræna í hversdagsleikanum gaum, […]

Stéphan Adam – Sehnsucht

Stéphan Adam er ein þeirra nemenda sem útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum […]

Eva Schram – Orta I

Eva Schram er ein þeirra nemenda sem útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum […]

Fegurðin er ekki skraut

Samtímaljósmyndun frá ýmsum sjónarhornum. Fegurðin er ekki skraut er fyrsta bók forlagsins Fagurskinnu. Í bókinni […]

List gegn ofbeldi

Fjárhæðin sem safnaðist í átakinu List gegn ofbeldi afhent Kvennaathvarfinu.

Eva Schram – „Þessi tegund myndsköpunar er dálítið eins og að handskrifa bréf….“

Eva Schram er nemandi á námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Undanfarið hálft ár hefur myndaröð hennar Off Duty verið til sýnis á hárstofunni Barbarellu, á horni Vonarstrætis og Suðurgötu. Eva hefur bætt myndum við sýninguna jafnt og þétt yfir tímabilið og eru þær nú allar sautján til sýnis fram til 10.janúar nk. Miðvikudaginn 18.desember verður Eva á staðnum milli klukkan 18-20 með heitt glögg og verk sín til sölu.

Listamaður vikunnar – Bergdís Guðnadóttir – Skógarferð

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.
Að þessu sinni er það Bergdís Guðnadóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Hún sýnir verkið Skógarferð / Walk in the Woods.

Ljósmyndaskólinn – A-G

Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans var haldin dagana 10. -12. maí síðastliðinn. Þar sýndi Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, nemandi […]

Ljósmyndaskólinn – Námskeið í bókagerð

Námskeiðið hentar skapandi einstaklingum sem sem hafa áhuga á að binda inn ljósmyndir, teikningar, texta eða annað efni á persónulegan hátt og þannig að hvert eintak bókarinnar verði einstakt. Hefst 4. apríl 2019

Ljósmyndaskólinn – Ekki hægt að verða fyrir vonbrigðum á París Photo!

Paris Photo er stór alþjóðleg ljósmyndahátíð og listamessa, helguð ljósmyndamiðlinum sem haldin er í nóvember mánuði ár hvert í París. Hefur hátíðin verið haldin síðan árið 1997. Fjöldinn allur af hliðaratburðum er einnig í boði þann tíma sem hátíðin er haldin; bókamessur og sýningar af ýmsum toga. Setur hátíðin svip á menningarlíf Parísarborgar á meðan á henni stendur.

Takk fyrir komuna á Uppskeruhátíðna!

Komin er hefð fyrir því að halda Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans að vori. Þá sýna nemendur beggja námsbrauta margvíslegan afrakstur af vinnu vetrarins og eru á staðnum til að spjalla um verk sín.

Ljósmyndaskólinn – Opið er fyrir umsóknir um nám skólaárið 2018-2019

Nú er opið fyrir umsóknir um nám næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 5. júní.
Markmið Ljósmyndaskólans er að kenna ljósmyndun og aðferðir við að beita tækninni á skapandi hátt, að auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara með listsköpun að leiðarljósi.

Einstakt tækifæri til að læra Wet Plate tæknina.

Ljósmyndaskólinn stendur reglulega fyrir ýmsum námskeiðum og vinnustofum. Nú í maí gefst einstakt tækifæri til að læra að nota Wet Plate aðferðina við ljósmyndun en þá mun verða haldið námskeið á vegum Ljósmyndakólans þar sem Maris Locmelis og Nicol Vizioli kenna aðferðina. Athugið að fjöldi þátttakenda á vinnustofuna er takmarkaður og einungis pláss fyrir 10. Því er um að gera að skrá sig sem fyrst!

Af kjarnorkuslysum og ógn við lífríkið.

Á Paris Photo er margt að sjá og margar forvitnilegar ljósmyndabækur rak þar á fjörur ferðalanga frá Íslandi á dögunum. Við fengum að kíkja á tvær þeirra sem Sissa skólastjóri hafði með sér heim.

Námskeið og vinnustofur á vegum Ljósmyndaskólans

Á vegum Ljósmyndaskólans er reglulega boði upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum og vinnustofum fyrir almenning jafnt og þá sem vilja dýpka þekkingu sína á ljósmyndun eða einstökum þáttum hennar. Stöðug bætast ný námskeið og vinnustofur við framboðið sem fyrir er.

Therese Precht Vadum á Paris Photo

Therese Precht Vadum er nemandi á þriðja námsári Ljósmyndaskólans. Hún ásamt hinum nemendunum lokaársins og kennurum fór á sýninguna Paris Photo í nóvember.

Pamela Perez

Pamela Perez sem er nemandi á 3. ári Ljósmyndaskólans á myndina í haus vefsíðunnar að þessu sinni.

Móna Lea: Staðirnir okkar Normu.

Nýverið luku nemendur á 2. ári í Ljósmyndaskólanum, vinnustofunni Landslag er ferðalag en þar unnu þeir undir leiðsögn ljósmyndarans Friðgeirs Helgasonar.

Díana Júlíusdóttir – Lífið.

Í fyrra sendi Díana verkið Lífið í ljósmyndasamkeppni sem hefur yfirskriftina Julia Margaret Cameron, Award og hlaut fyrstu verðlaun í sínum flokki.

Þórsteinn Sigurðsson og Juvenile Bliss.

Þórsteinn Sigurðsson er nemandi á öðru námsári í Ljósmyndaskólanum. Lokaverkefni hans á fyrsta námsári í skólanum, Juvenile Bliss vakti mikla athygli.

Ester Inga Eyjólfsdóttir

Í verki Esterar Ingu Eyjólfsdóttur , VAR, er unnið með tilvistarkreppu og út frá hugtakinu […]

Tímaritið ÓNEFNA!

Berglaug Petra Garðarsdóttir, Sara Björk Þorsteinsdóttir og Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir sem voru að ljúka 2. námsári í Ljósmyndaskólanum, taka þátt í skapandi sumarstarfi á vegum Kópavogsbæjar nú í sumar og vinna þar að útgáfu tímaritsins ÓNEFNA.

Fyrir hverja eru þessi námskeið?

Ljósmyndaskólinn býður reglulega upp á byrjendanámskeið í ljósmyndun en einnig ýmis önnur námskeið eða vinnustofur í ljósmyndun. Nefna má að í ágúst er námskeið í skapandi notkun sjálfsmynda með listakonunni Agnieszku Sosnowska. En fyrir hverja eru þessi námskeið.

Þórdís sýnir verkið sitt Helgadóttir á Vopnaskaki.

Þórdís Helgadóttir sýnir verkið sitt Helgadóttir á Vopnaskaki; bæjarhátíðinni á Vopnafirði sem fram fer 18. -24. júní. Verkið er útskriftarverk Þórdísar frá Ljósmyndaskólanum nú í janúar síðastliðnum.

Katrín Elvars: Ljósmyndahátíð og fleira.

Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur víða sýnt og hlotið margháttaða viðurkenningu og verðlaun fyrir verk sín. Einnig hafa verið gefnar út bækur með verkum Katrínar, hún sinnt sýningarstjórnun og setið í nefndum og ráðum er varða sjónlistir. Hún situr nú meðal annars í stjórn Ljósmyndahátíðar Íslands.

Eyes as Big as Plates – ljósmyndasýning í Norræna húsinu.

Um þessar mundir hangir uppi sýning í Norræna húsinu sem er samstarfsverkefni milli finnsku og norsku listakvennanna, Riitta Ikonen og Karoline Hjorth og er verkefnið tilraun til að persónugera þjóðsaganapersónur og náttúruöfl. Sýningin er opin til 13. ágúst 2017.

Sólveig M. Jónsdóttir: Hún hélt ég væri að sækja um kennarastöðu.

Sólveig M. Jónsdóttir er nemandi á öðru ári í Ljósmyndaskólanum. Hún starfaði sem leiðsögumaður í yfir 20 ár en er einn þeirra nemenda sem dag einn ákvað að breyta til og hefja nám í Ljósmyndaskólanum. Hún býr í Þórkötlustaðahverfinu, rétt austan Grindavíkur og hefur markvisst notað það nærumhverfi sem viðfangsefni í námsverkefnum sínum.

Námskeið hjá Agnieszku Sosnowska 10.-13. ágúst 2017.

Vegna óviðráðnalegra ástæðna breytist dagsetning á námskeiði Agnieszku Sosnowska sem vera átti nú í júní. Námskeiðið Sjálfsmyndir – að nota sjálfsmyndir á listrænan máta verður haldið 10.- 13. ágúst 2017.

Kristina Petrošiutė: Ljósmyndun er leið til að deila með öðrum.

Kristina Petrošiutė útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2015 og hefur síðan þá unnið við ljósmyndun með ýmsum hætti; sinnt eigin listsköpun og fengist við kennslu. Persónuleg myndverk hennar spanna allbreytt svið en segja má að sterkt einkenni þeirra sé að þau fjalla með einhverjum hætti um það sem sett er til hliðar, dæmt ónýtt eða einskis nýtt. Kristina hefur haldið sýningar bæði á Íslandi og erlendis, tekið þátt í samsýningum og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.

Ljósmyndun er fjölbreytilegt og margslungið listform

Ljósmyndun er fjölbreytilegt og margslungið listform
Sigríður Ólafsdóttir eða Sissa eins og hún er alltaf kölluð, er stofnandi Ljósmyndaskólans. Hún er einnig skólastjóri hans og hefur staðið þar í brúnni í hartnær tuttugu á

Vaka Njálsdóttir- Fólkið mitt

Vaka Njálsdóttir, nemandi á 1. ári, átti forsíðumyndina á Vorblaði Ljósmyndaskólans að þessu sinni. Verkefnið vann hún í Vinnustofum – Mannamyndir og heitir serían Fólkið mitt.

Takk fyrir komuna á Uppskeruhátíðina

Uppskeruhátið Ljósmyndaskólans var um nú um helgina og í fyrsta sinn með nýju sniði en á hátíðinni sýndu nemendur allra námsára afrakstur af vinnu vetrarins.

Ég held að ljósmyndun hafi valið mig

Vorblað Ljósmyndaskólans kemur út nú í lok mánaðarins. Mun það meðal annars liggja frammi á Uppskeruhátíð skólans sem haldin verður dagana 26. – 28. maí. Í blaðinu eru myndir og viðtöl við nemendur og kennara skólans svo eitthvað sé nefnt. Þar birtist þetta viðtal við Sögu Sig. sem kennir við skólann.

Spjall við Kristinu Petrošiutė

Kristina Petrošiutė opnaði nýlega sýningu í galleríi í borginni Kaunas í Litháen. Í vorblaði skólans sem kemur út í lok maí verður viðtal við Kristinu um sýninguna, lífið eftir Ljósmyndaskólann og fleira en hér birtum við smá bútur úr þessu viðtali.

Nú er fjöldi nýrra námskeiða komin í auglýsingu.

Nú er fjöldi nýrra námskeiða komin í auglýsingu á heimasíðunni. Kíkið endilega á flipann Námskeið hér á heimasíðu Ljósmyndaskólans. Þar er að finna allar upplýsingar um tímabil, verð og aðra praktíska þætti.

Tilvalin fermingargjöf fyrir skapandi unglinga!

Þetta er nú tilvalið fyrir skapandi börn og unglinga!
Ljósmyndanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-16 ára
Kennt verður dagana 12., 14. og 16. júní frá kl. 17.00 – 20.30.

Ljósmyndun 1 – námskeið í lok apríl og byrjun maí.

Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur.
Kennt verður þrjú kvöld, 27. apríl, 2. og 4. maí frá kl. 18.00-21.00.
Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í ljósmyndun; allt það sem þú þarft til að byrja að skapa þínar eigin myndir.

“Slæmur félagsskapur” í Marshallhúsinu!

Marshallhúsið er ný miðstöð myndlistar í Reykjavík, þar sem Kling & Bang, Nýlistasafnið og Stúdíó Ólafur Elíasson hafa aðsetur. Laugardaginn þann 18. mars 2017 munu Kling & Bang vígja aðstöðu sína í Marshallhúsinu með opnun sýningarinnar “Slæmur félagsskapur”. Sýningin er samsýning átta listamanna sem eru að hasla sér völl á myndlistarsviðinu.

Frá Hörgshóli til Hollywood í Ramskram

Frá Hörgshóli til Hollywood. Mæðginin Guðbjörg Stella Dottir og Friðgeir Helgason sýna í Ramskram. Sýningin opnar þann 18. mars kl. 17.00 og stendur til 28. apríl.

Marshallhúsið opnar með pompi og prakt þann 18. mars.

Um helgina opna þrjár sýningar í Marshallhúsinu sem lengi hét Faxaverksmiðjan og er fyrrum síldarverksmiðja. Nú mun húsið verða heimili Nýlistarsafnsins og Kling & Bang og þar verða einnig vinnustofa og sýningarrými Ólafs Elíassonar.

Björn Árnason á samsýningu í Oaxaca í Mexíkó.

Björn Árnason tekur þátt í samsýningu í CENTRO FOTOGRÁFICO MANUEL ÁLVAREZ BRAVO í OAXACA Í Mexíkó.
Sýningin stendur frá 20. janúar til 7. apríl. Endilega kíkið nú við ef þið eigið leið til OAXACA!!!

Úskriftarsýningin – síðasta sýningarhelgi.

Síðustu forvöð eru nú að sjá útskriftarsýningu nemenda þriðja árs Ljósmyndaskólans í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi. Sýningunni lýkur 12. febrúar. Um helgina er opið frá 12.00-18.00.

Elma Karen í viðtali í Fréttatímanum.

Elma Karen er í viðtali í Fréttatímanum, föstudaginn þann 10. febrúar 2017.
Þar segir hún frá lokaverkefninu sínu við Ljósmyndaskólann en í verkinu segir hún sína eigin sögu.

David Barreiro sýnir í Ramskram.

Nýverið opnaði David Barreiro sýningu á ljósmyndaverki sínu Behind the waterfall í Ramskram á Njálsgötu 49, 101 Reykjavík.

Vigdís Viggósdóttir sýnir í Skotinu.

Vigdís Heiðrún Viggósdóttir sýnir um þessar mundir í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin hefur yfirskriftina Heimasætan/Sveitapiltsins […]

‘LADYBOYS’

Ljósmyndarinn Gísli Hjálmar Svendsen hefur varið stórum hluta síðustu tveggja ára í Taílandi. Þar hefur hann fylgt eftir hópi sem kallar sig ‘LADYBOYS’ og ljósmyndað þá við daglega iðju. Stefnir Gísli að því að gefa myndirnar út í bók.

Ljósmyndun 1- byrjendanámskeið í janúar og febrúar 2017.

Í byrjun árs 2017 verða haldin tvö ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur á vegum Ljósmyndaskólans.
Hvort námskeið er þrjú kvöld og kennt er frá 18.00-21.00
Fyrra námskeiðið verður 5. janúar, 10. janúar og 12. janúar.
Seinna námskeiðið verður 2. febrúar, 7. febrúar og 9. febrúar .

Sólveig M. Jónsdóttir – Minn trúður er leiður.

Myndina af trúðnum vann Sólveig í vinnustofum hjá Katrínu Elvarsdóttur fyrr í haust. Sólveig segir að hugmyndin að baki verkinu hafi verið að vinna með einhverskonar uppstillingu tengda leikhúsi og gjörningi og hún hafi valið þessa úr nokkrum hugmyndum sem hún setti niður á blað.

Pamela Perez

Pamela Perez á myndina sem prýðir haus vefsíðu skólans að þessu sinni. Myndin er hluti […]

Steve Lorenz

Steve Lorenz er nemandi á þriðja ári í Ljósmyndaskólanum. Myndin á forsíðunni er úr seríu hans; Selbstgespräche […]

Götuljósmyndun skemmtilegust!

Í sumar var boðið upp á ljósmyndanámskeið fyrir börn og unglinga. Emma er ein úr þessum hópi vaskra krakka hér á myndinni sem öll tóku þátt í námskeiðinu. Henni finnst götuljósmyndun skemmtilegust og Martin Parr dálítið uppáhalds ljósmyndarinn núna.

Vinnustofu með Spessa lokið

Nú er lokið vinnustofu nemenda Ljósmyndaskólans með Spessa. Við þökkum honum kærlega skemmtilegan og lærdómsríkan […]

Til hamingju Agnieszka!

Styrkur veittur úr minningasjóði Magnúsar Ólafssonar. Til hamingju Agnieszka! Það var hún Agnieszka okkar Sosnowska […]

Vinnustofur með listamönnum í janúar

12. janúar. Nemendur Ljósmyndaskólans í vinnustofum með listamönnum. Í upphafi árs eru starfræktar vinnustofur listamanna og nemenda hér í Ljósmyndaskólanum. Nú þessa dagana eru það þau Spessi og Rúrí sem leiða nemendur Ljósmyndaskólans í […]

Valdimar Thorlacius

Laugardaginn 6. júní kl. 15 verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins fyrsta einkasýning ljósmyndarans Valdimars Thorlacius. […]

Lucas Gilman

Miðvikudaginn 6 maí komu menn frá Nikon á norðuröndunum í heimsókn í Ljósmyndaskólann ásamt Lucas […]

Vorsýning 2014

Í dag opnaði að Hólmaslóð 6 vorsýning fyrsta árs nema við ljósmyndaskólann. Það var margt […]

Við skemmtum okkur saman

Í dag miðvikudaginn 30 apríl kl 15.00 opnaði Kristina Petrosiuté ljósmyndasýningu á Kjarvastöðum. Myndirnar hefur […]

Ljósmyndasýning 2013

Laugardaginn 26. maí klukkan 15:00 opnar árleg ljósmyndasýning fyrsta árs nema við Ljósmyndaskólann. Í ár […]