Daniel Reuter – The Map of Things í Neskirkju til 16. september 2018.

aa

Fyrr í sumar opnaði Daniel Reuter sýninguna The Map of Things í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg og stendur hún til 16. september 2018.

Hér er  tengill á viðtal við Daniel þar sem hann ræðir sýninguna, hvernig það kom til að hann gerðist ljósmyndari og hvernig víðátturnar á Íslandi hafi breytt upplifun hans á landslagi. Þar kemur einnig fram að á sýningunni The Map of Things, stillir hann upp verkum sem eiga sér ólíkar forsendur; annarsvegar verk sem unnin eru í atvinnuskyni og hins vegar verk sem eru fyrst og fremst persónuleg listsköpun.

Í fréttatilkynningu um sýninguna segir Daníel:  The show juxtaposes for the first time works from my three previous series History of the Visit,Circle Square and Beachhead, against images from the 2017 publication Touching Architecture/Snert á Arkitektúr (Iceland University of the Arts Press, text and concept by Sigrún Alba Sigurðardóttir).

On Sunday, september 2, I will give an artist talk and, among other topics, will reflect on the show’s title, borrowed from Jacob Bronowski’s seminal essay The Habit of Truth:

“All acts of recognition are of this kind. The girl met on the beach, the man known long ago, puzzle us for a moment and then fall into place; the new face fits on to and enlarges the old. We are used to make these connections in time; and (like the climbers on Everest) we make them also in space. If we did not, our minds would contain only a clutter of isolated experiences. By making such connections we find in our experiences the maps of things.    

Daniel Reuter er fæddur í Þýskalandi en ólst upp í Lúxemborg. Hann er með MFA í ljósmyndun frá University of Hartford, Connecticut í Bandaríkjunum. Árið 2013 sendi hann frá sér bókina History of the Visit sem tilnefnd var til verðlauna á Paris Photo-ljósmyndahátíðinni (Paris-Photo Aperture Foundation First Photobook of the Year Award 2013) og þýsku ljósmyndabóka-verðlaunanna (German Photobook Award 2015). Daniel myndaði verk íslenskra arkitekta og manngert umhverfi á Íslandi fyrir bókina Snert á arkitektúr sem kom út árið 2017 en Sigrún Alba Sigurðardóttir skrifaði texta bókarinnar. Verk hans hafa verið sýnd víða í Evrópu, í Bandaríkjunum og í Japan. Daniel starfar sem ljósmyndari og ljósmyndakennari á Íslandi og í Lúxemborg. Meira m má lesa um Daniel og verk hans á heimasíðu hans

Daniel er einn af kennurum Ljósmyndaskólans.

/sr.