David Barreiro sýnir í Ramskram.

aa

 

untitled (2 of 3) untitled (1 of 3) untitled (3 of 3)

 Nýverið opnaði  David Barreiro sýningu á ljósmyndaverki sínu Behind the waterfall í Ramskram á Njálsgötu 49, 101 Reykjavík og stendur sýningin til 5. mars.

Í fréttatilkynningu um sýninguna segir meðal annars þetta:

Ljósmyndirnar í Behind the waterfall voru teknar á suðurströnd Íslands sumrin 2013 og 2014. Þar eru fjölmargar náttúruperlur sem laða að ferðamenn þannig að fjöldi hótela og gistihúsa er á svæðinu sem starfa nær eingöngu um sumarmánuðina. Þau draga því að mikinn fjölda árstíðabundinna starfsmanna, erlendra og innlendra. Verkið sýnir heim þessa  samfélags á “meðan mánuðir ofvirkrar starfsemi og staðbundins vinskapar líða, þar sem hið tímabundna verður varanlegt og opin frásögn þróast í kringum tálmyndir staðarins og hverfulleika íbúafjöldans.”

David Barreiro er spænskur ljósmyndari  (fæddur í bænum A Estrada í héraðinu Pontevedra árið 1982)  en búsettur á Íslandi. Hann er með MA-gráðu í ljósmyndun frá EFTI-skólanum í Madrid ásamt því að hafa setið námskeið hjá Xavier Ribas og Juan Valbuena. Ljósmyndir hans hafa birst í ýmsum vefmiðlum, til dæmis Positive-magazine, Top Photography Films, Aintbad magazine og F-stop magazine. Hann komst í úrslit Open Call – PHOTOGRAPHY, alþjóðlegu ljósmyndahátíðarinnar í Róm á Ítalíu árið 2013, hann sigraði Open Call (Projections) flokk Encontros da Imagem árið 2014 og var valinn til að sýna á „Edita: sequencia / sentido“ sem Miguel Perez von Hafe stýrði fyrir CGAC árið 2015. Hann er einn af stofnendum Photobook club Vigo og Photobook club Reykjavík. Í október 2015 kom út bók hans, Behind the Waterfall, hjá spænska forlaginu Dispara Books. Hann er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Félagi íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL) og Félagi filmuljósmyndara á Íslandi. Verk hans nálgast málefni samtímans í óbeinum tengslum við hans eigin ævi.

Vefsíða David Barreiro er www.davidbarreiro.com/

Ramskram er sjálfstætt starfandi sýningarrými tileinkað samtímaljósmyndun. Behind the Waterfall  er  fyrsta sýning ársins og stendur hún frá 28.01. – 05.03. 2017.

Opið er laugardaga og sunnudaga frá 14.00-17.00

Ramskram er til húsa á Njálsgötu 49, 101 Reykjavík.

/sr.