Díana hlaut 1. verðlaun í einum flokki í The 10th edition of the Julia Margaret Cameron Award.

aa

Díana Júlíusdóttir vann nú á dögunum 1. verðlaun í The 10th edition of the Julia Margaret Cameron Award sem er ljósmyndasamkeppni fyrir kvenljósmyndara. Díana var að ljúka 2. ári náms í Ljósmyndaskólanum og hefur nám í haust á þriðja og síðasta námsári skólans. Keppnin var að þessu sinni tileinkuð minningu Mary Ellen Mark sem var dómari í eitt af fyrstu skiptunum sem keppnin var haldin en Mary Ellen þarf vart að kynna fyrir Íslendingum.

Þetta var í 10. skiptið sem þessi keppni sem ber nafn Juliu Margretar Cameron var haldin og að þessu sinni voru sendar inn 4580 myndir frá 57 þjóðlöndum. Julia Margaret Cameron var 19. aldar kona, einn frumkvöðla í ljósmyndun en um hana er hægt að lesa meira hér. https://www.theguardian.com/artanddesign/2015/sep/22/julia-margaret-cameron-victorian-portrait-photographer-exhibitions.

Þegar Díana var innt eftir því hvernig þátttaka hennar í þessari keppni kom til sagði hún að vinkona sín sem búsett er í New York hefði bent sér á þennan mögugleika og hún hafi ákveðið að slá til og senda verk sem hún vann í náminu við Ljósmyndaskólann inn í keppnina. Svo hafi hún orðið hálf hissa en afar glöð þegar hún fékk tilkynningu um að myndaröðin hennar hefði hlotið fyrstu verðlaun í flokknum LANDSCAPE.

Díana sagði ennfremur að verðlaun eins og þessi séu vitaskuld mikil hvatning til að halda áfram að fást við ljósmyndun og það sé raunar það sem hún ætlii sér að starfa við í framtíðinni. Hún hafi tekið sé hlé frá náminu í Ljósmyndaskólanum eftir fyrsta árið en byrjað aftur nú í haust og bætir svo við að hún sjái nú svo sannarlega ekki eftir því. „Þetta er framtíðin“ segir Díana glöð í bragði.

Til að sjá myndir Díönu og annarra verðlaunahafa í keppninni þetta árið er hægt að smella á tengilinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

/sr.