Díana Júlíusdóttir – Hnúkurinn

aa

 

Díana Júlíusdóttir hefur gefið út bókina Hnúkurinn og þar segir  hún ferðasögu í myndum á hæsta fjall landsins, Hvannadalshnúk.  Leiðin er 25 km löng og mun vera lengsta dagleið í evrópskum óbyggðaferðum. Sigmundur Erni, rithöfundur og sjónvarpsmaður ritar texta í bókinni og Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skrifar formála. Bókina má fá í bókabúðum.

Díana útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2018 og hefur síðan hlotið viðurkenningar fyrir verk sín og tekið þátt í sýningum á erlendri grund. Nú síðast á  Photo Biennial í Bacelona.

Hægt er að skoða fleiri verk Díönu á heimasíðu hennar.

/sr.