Dóra Dúna Sighvatsdóttir – Manstu þegar þú elskaðir mig

aa

Dóra Dúna Sighvatsdóttir er ein þeirra nemenda sem útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum nú í janúar 2021. Sýning á útskriftarverkefnum nemenda stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 16. janúar – 31. janúar. Sjá opnunartíma safnsins hér.

Didda og Ægir
Dóra Dúna Sighvatsdóttir – Manstu þegar þú elskaðir mig 2018–2020

Kjarni verksins Manstu þegar þú elskaðir mig er það merka afl sem ást er og hugmyndin um að hafa elskað einhvern en gera það ekki lengur. Dóra Dúna leitar að svörum við því hvort ástin einfaldlega gufi upp eftir sambandsslit eða hvort einhver hluti hennar sitji eftir. Í upphafi var verkið ljósmyndaröð þar sem hún leiddi saman fyrrverandi elskendur og fékk þau til þess að sitja fyrir. Í lokaverkinu skrásetur Dóra pörin með falinni myndavél ásamt því að ljósmynda. Þannig fangar hún augnablikin þegar pörin mætast að nýju og orkuna sem myndast á milli tveggja einstaklinga sem eitt sinn elskuðu hvort annað.