Dóra Dúna Sighvatsdóttir – „Undralandið“ við Mýrargötu um óákveðinn tíma.

aa

Dóra Dúna vann verkið „Undralandið“ í vinnustofuáfanganum – Að vinna með safn en þeim áfanga luku nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 nýverið. Það var Unnar Örn  myndlistarmaður sem leiddi nemendur í þeirri vinnustofu.

Dóra Dúna hengdi verkið í kjölfarið upp á Mýrargötunni og stendur sýningin þar um óákveðinn tíma.

 

Dóra Dúna segir um „Undralandið“: Ég vann með fundnar myndir af netinu sem að heilluðu mig án þess þó að vita af hverju eða ákveða fyrir fram að þær ættu að tengjast.

Ég klippti þær út og setti saman á mismunandi hátt og skannaði inn. Eftir það hófst mikil myndvinnsla. Útkoman varð svo að átta verkum með mismunandi fígúrum og formum sem virðast öll koma úr sama ævintýrinu, Undralandinu.

/sr.