“Eins” Díana Júlíusdóttir

aa

heimasidubanner

Verkið Eins var famlag Díönu í nýafstaðinni vinnustofu hjá Spessa. Hún segir að hugmyndin að verkinu hafi verið að sýna hvað kynin eru í raun lík áður en kynþroskinn skellur á. Eftir kynþroskaskeiðið þá er eins og bilið breikki andlega og líkamlega, það er eins og samfélagið móti okkur og við það verður annað kynið undir í þjóðfélaginu segir Díana.  “Ég ræddi þetta við börnin og þau voru undrandi yfir misskiptingu kynjanna á fullorðnisárum.  Það var dásamlegt að sjá hvað börnin eru saklaus og með mikla réttlætiskennd. Verkið mitt  á að undirstrika  þetta; hvað við erum lík og að við eigum að bera virðingu hvert fyrir öðru”. Hún bætir einnig við að vinnustofan hjá Spessa hafi verið lærdómsrík.”Spessi er mikill fagmaður og það var gott að fá hvatningu frá honum. Hann lét mig strax vita ef eitthvað var ekki að ganga upp og leiddi mig áfram á rétta braut.”

Díana segist annars hafa mikinn áhuga á landslags-, heimilda-, og portrait ljósmyndum og nefnir  Dorothea Lange, Sophie Calle og Sally Man meðal áhrifavalda.

/sr.