Einstakt tækifæri til að læra Wet Plate tæknina.

aa

Ljósmyndaskólinn stendur reglulega fyrir  ýmsum námskeiðum og vinnustofum sem ætluð eru almenningi á öllum aldri en einnig námskeið sem ætluð eru fagmönnum sem vilja dýpka þekkingu sína.

Nú í maí gefst einstakt tækifæri til að læra að nota Wet Plate aðferðina við ljósmyndun en þá mun verða haldið námskeið á vegum Ljósmyndakólans  þar sem Maris Locmelis og Nicol Vizioli kenna þessa athyglisverðu aðferð við myndsköpun.

Athugið að fjöldi þátttakenda á vinnustofuna er takmarkaður og einungis pláss fyrir 10 mans. Því er um að gera að skrá sig sem fyrst!

Hér fyrir neðan má sjá ítarlegri upplýsingarnar um vinnustofuna og þau Maris og Nicol.

 

 

Vinnustofa í því að beita WET PLATE COLLODION aðferð í ljósmyndun 23.- 25. maí 2018

Ljósmyndaskólinn stendur fyrir þriggja daga námskeiði þar sem hægt er að kynnast og læra að nota „WET PLATE collodion“ aðferð við ljósmyndun. Leiðbeinendur eru þau Maris Locmelis og Nicol Vizioli sem bæði hafa beitt þessari aðferð við listsköpun undanfarin ár og haldið námskeið í notkun hennar víða. Sjá nánar um þau Maris og Nicol á heimasíðum þeirra.

Dagskrá:

  1. dagur

– Kynning á aðferðinni

– Söguleg og samatíma dæmi um mismunandi tegundir (ambrotypes og tintypes)

– Undirbúningur efna

– Undirbúningur platna

– Portrettmyndataka með óbeinu ljósi (innandyra og utandyra)

– Portrettmyndataka með stúdíóljósi

  1. dagur

–Myndatökur

–Framköllun á plötum

– Meðhöndlun efna.

  1. dagur

– Þátttakendur æfa aðferðina, myndatökur og meðferð efna, undir handleiðslu leiðbeinenda

Tímasetning:

23.-25. maí 2018 (miðvikudagur- föstudags), kl.10.00- 16.00

Námskeiðsgjald: 78.000

Innifalið er allt efni svo sem plötur, efnablöndur og aðgangur að hverskonar tækjabúnaði Þátttakendur fá afhent útprentað fræðsluefni.

Fjöldi: 8-10 þátttakendur

Kennt verður á ensku.

Staður: Ljósmyndaskólinn, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík

Bent er á að mögulegt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem hægt er að nota sem greiðslu upp í ýmis námskeið.

Til að sækja um námskeiðið, kaupa gjafakort eða til að fá frekari upplýsingar er hægt að skrifa tölvupóst á netfangið info@ljosmyndaskolinn.is eða að hringja í síma 5620623.

Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga veita gjarnan styrki til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.

__________________________________________________________________________________________________________________________

Nicol Vizioli is a London based artist whose practice is mainly based on photography. Her work has been exhibited in several places and international art fairs such as Miami, Basel, Somerset House, the Zabludowicz Collection, e XV Biennale de la Medi- terranée, Milan, London and many others. Nicol has also been visiting as a guest lecturer and workshop leader at London College of Fashion, University of e Arts London (London, UK), University of Wolverhampton – School of Arts(Wolver- hampton, UK), Ljósmyndaskólinn (Reykjavík, Iceland), IED – Istituto Europeo di Design (Rome, IT), La Erre (Guatemala City, Guatemala).

Born in Rome, she currently lives and works in London. www.nicolvizioli.com og mynddæmi má sjá hér:

Maris Locmelis is a latvian photographer, who has been mainly working in fashion and advertising for the past 15 years. Maris has been working with the wet plate technique for the past few years, constantly experimenting with di erent formats and custom made cameras. His work has been exhibited in several places across Europe.
Born and based in Riga, Latvia.

http://www.sunsstudio.lv

Upplýsingar um aðferðina https://www.britannica.com/technology/wet-collodion-process