Ethan Rafal Shock and Awe í Mengi á Óðinsgötu.

aa

00_49_PDF

Kvöldstund með bandaríska sagnaþulinum og listamanninum Ethan Rafal í Mengi á Óðinsgötu 2, 101 Reykjavík.
Viðburðurinn hefst klukkan 2.00 en  húsið  opnar kl. 20:30
Miðaverð: 2000 krónur.

Shock and Awe byggir á áralangri rannsókn listamannsins Ethan Rafal á bandarískum samtíma en rannsóknin hefur getið af sér bókverk og sagnakvöld þar sem fléttast saman ljósmyndir, innsetningar, textar og hugleiðingar listamannsins um sögu Bandaríkjanna þá og nú. Að hætti bandarískra sagnaþula hefur Ethan Rafal ferðast um ríkin þver og endilöng, sankað að sér sögum, upplifunum og fundnum hlutum og tekið ljósmyndir. Ethan Rafal hefur komið fram á yfir hundrað stöðum í Norður-Ameríku og Evrópu þar sem hann segir sögur, sýnir ljósmyndir og ræðir við gesti um bandarískan samtíma.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Mengis , Fésbókar síðu þeirra og á heimasíðu verkefnisins.