Eva Schram er ein þeirra nemenda sem útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum nú í janúar 2021. Sýning á útskriftarverkefnum nemenda stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 16. janúar – 31. janúar. Sjá opnunartíma safnsins hér:

Eva Schram
Orta I
Varð skáldinu
mál að vísu.
Tveir stuðlar eiga erindi hvor við annan í fallaskiptum. Kynslóðir kveðast á í hljóði og mynda ljóð úr formum, ljósi og skugga.