Eyes as Big as Plates – ljósmyndasýning í Norræna húsinu.

aa

Eyes as Big as Plates í Norræna húsinu.

Um þessar mundir hangir uppi sýning í Norræna húsinu sem er samstarfsverkefni milli finnsku og norsku listakvennanna, Riitta Ikonen og Karoline Hjorth og er verkefnið tilraun til að persónugera þjóðsaganapersónur og náttúruöfl. Frá árinu 2011 hafa þær Riitta og Karoline ferðast til Noregs, Finnlands, Frakklands, Bandaríkjanna, Bretlands, Íslands, Færeyja, Svíþjóð, Japan og Grænlands og myndað fólk í ýmsum náttúrugervum. Myndirnar eru teknar í samstarfi við fyrirsæturnar sem eru nú eftirlaunaþegar en gegndu öll áður mismunandistörfum, voru bændur, sjómenn, dýralæknar, pípulagningarmenn, óperusöngvarar, húsmæður, listamenn og fræðimenn svo eitthvað sé nefnt.

Hver myndaröð sýnir einstaklinga klædda í landslagið  og eru fyrirsæturnar eins og skúlptúrar í tímalausu umhverfi. Náttúran er með þeim hætti, rauður þráður á milli myndaseríanna sem nú eru orðnar allmargar. Á sýningunni eru myndir úr íslensku myndaseríunni sem tekin var á Reykjanesi árið 2013. Sýningin er opin 13. ágúst og nánar má lesa um verkefnið  og sýninguna á síðu Norræna hússins.

/sr.