Eyja í Ölfusi – Valdimar opnar sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

aa

 

VTca1eed2b-d141-4849-9b2e-c80b2a45a0a5

Eyja í Ölfusi: Valdimar Thorlacius
Eyja í Ölfusi nefnist sýning ljósmyndarans Valdimars Thorlacius sem nú stendur í Kubbnum í Ljósmyndasafni Reyjavíkur til 11. september 2016.

Titillinn vísar til bæjar á Suðurlandi sem er á virku hverasvæði og við þekkjum undir nafninu Hveragerði. Bærinn er einnig heimabær ljósmyndarans og hefur því sérstaka þýðingu fyrir hann sem viðfangsefni. Í bænum miðjum vellur heitt vatn upp úr jörðinni, ýmist í fyrirsjánlegum rólegheitum eða með óvæntum hávaða og látum. Svæðið er áhugavert og einkennist af litskrúðugum bergmyndunum, brennisteinsútfellingum, gufustrókum og dularfullum holum. Byggðin er ekki gömul en nafnsins er fyrst getið í Fitjaannáli rétt fyrir 1700. Þar segir meðal annars af tilfærslum og nýmyndunum hvera í kjölfar Landskjálftans 1597. Virk hverasvæði taka nefnilega stöðugum breytingum. Hverasvæðið sem lúrir í miðju Hveragerðis er lifandi skepna.

Hér  má lesa nánar um verkefnið.