Frá Hörgshóli til Hollywood í Ramskram

aa

FH_ramskram_announce_v1_20170305 Stella Fridgeir1  StellaFridgeir3  Stella Fridgeir2

Frá Hörgshóli til Hollywood.

Mæðginin Guðbjörg Stella Dottir og Friðgeir Helgason sýna í Ramskram. Sýningin opnar þann 18. mars kl. 17.00 og stendur til 28. apríl.

Á sýningunni sýnir Stella vatnslitamyndir og Friðgeir ljósmyndir en verkin eru í pörum þar sem vatnslitamyndir Stellu eru málaðar út frá ljósmyndaverkum Friðgeirs. Myndefnin eru flest íslensk og  margar myndanna frá æskuslóðum Stellu á Hörgshóli í Vestur-Húnavatssýslu.  Á sýningunni eru þessi verk mæðginanna pöruð saman eins og segir í kynningartexta Ramskram gallerísins fyrir sýninguna.

Guðbjörg Stella Dottir, fatahönnuður og lífskúnster hefur verið búsett í Los Angeles í Kaliforníu undanfarinn 30 ár. Fyrir þremur árum byrjaði hún að mála vatslitamyndir út frá ljósmyndaverkum sem sonur hennar, ljósmyndarinn Friðgeir Helgason hefur tekið. Í Fréttablaðinu þann 18. mars 2017, bls. 42, er stutt en skemmtilegt viðtal við þau mæðgin í tilefni af sýningaropnuninni. Þar segja þau frá því hvernig þetta verkefni kom til og fleiru. Það kemur nú enginn að tómum kofanum hjá henni Stellu.

Friðgeir flutti til Bandaríkjanna með móður sinni árið 1986 og hefur  verið búsettur þar síðan. Býr hann einnig í Los Angeles. Ljósmyndaverk Friðgeirs hafa á undanförnum árum notið vaxandi athygli og hafa sýningar á þeim meðal annars verið settar upp í Gerðubergi og í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Friðgeir er í kennaraliði Ljósmyndaskólans.

Sýningin verður opnuð í Gallerý Ramskram, Njálsgötu 49, kl. 17-19. Hún stendur til 28. apríl.

Frekari upplýsingar gefa Friðgeir og Stella í síma  612 2720

Upplýsingar um sýningar og starfssemi Ramskram má finna á heimasíðu gallerísins en það sérhæfir sig í að kynna og sýna samtímaljósmyndun.

/sr.

.