Framhaldsnámskeið í ljósmyndun fyrir unglinga.

aa

 

Framhaldsnámskeið í ljósmyndun fyrir unglinga.

Fyrirkomulag: Námskeiðið stendur í 10 vikur, frá 11. september – 13. nóvember.

Kennt er á þriðjudögum í 10 skipti frá kl. 17.00-20.00.

Kennarar eru Sigga Ella Frímannsdóttir, www.siggaella.com , Olga Helgadóttir, www.olgahelga.is og Sissa Ólafsdóttir  www.sissa.is

Fyrir hverja: Námskeiðið er hugsað fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára sem lokið hafa unglinganámskeiði í Ljósmyndun og vilja bæta við þekkinguna. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10 en hámarksfjöldi 15.

Kennslustaður: Ljósmyndaskólinn, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu er lögð áhersla á sköpun og að byggja ofan á þann grunn sem lagður var í fyrra námskeiðinu. Nemendur gera einkaverkefni byggt á þeirra áhugasviði og þróa það jafnt og þétt meðan á námskeiði stendur.

Farið verður í myndvinnslu og frágang mynda.

Ennfremur verður ítarlegar farið  í portrett-, landslags- og heimildarljósmyndun sem og myndbyggingu. Enn fleiri ljósmyndarar verða kynntir til leiks og farið dýpra í ýmsar aðferðir við hugmyndavinnu.

Námskeiðsgögn: Nemendur fá glósubók í upphafi námskeiðs og geta notað hana til að punkta hjá sér atriði til minnis og til að vinna hugmyndavinnuverkefni sín.

Nemendur þurfa að hafa aðgang að myndavél af einhverju tagi. Gott er að hún sé með stillanlegu ljósopi og hraða en allar gerðir myndavéla duga, þar með taldar símamyndavélar.

Mælst er til þess að nemendur taki með sér nestisbita. Örbylgjuofn, ísskápur og mínútugrill er á staðnum ásamt öllum helsta eldhúsbúnaði.

Nemendum er frjálst að hafa samband við kennara utan kennslustunda til að fá leiðbeiningar um verkefni eða annað er varðar námskeiðið.

Kostnaður: Námskeiðið kostar kr. 45.000.

Bent er á að hægt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem gildir sem greiðsla upp í námskeið á hans vegum.

Til að sækja um námskeiðið, kaupa gjafakort eða til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst, info@ljosmyndaskolinn.is eða í síma 562-0623.

Ljósmyndaskólinn hefur gert samning við Reykjavíkurborg um notkun Frístundakortsins við greiðslu námskeiðsgjalda. Sjá um Frístundakortið og skilmála þess hér.

Mynd með færslu: Anna Maggý Grímsdóttir.