Gísli Hjálmar Svendsen heldur fyrirlestur í Ljósmyndaskólanum föstudaginn þann 5. maí kl.12.00-13.00

aa

18159960_10155386946661929_2103055799_o

Föstudaginn þann 5. maí mun Gísli Hjálmar Svendsen koma í Ljósmyndaskólann og segja frá verkum sínum í máli og myndum og svara fyrirspurnum.

Spjall Gísla byrjar kl. 12.00 og gera má ráðð fyrir að dagskráin taki í heild um 1 klst.

Gísli útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum fyrir nokkrum árum og hann hefur síðan þá fengist við margvísleg verkefni í ljósmyndun.
Undanfarið hefur hann meðal annars verið að mynda „LADYBOYS“ í Taílandi – verkefni sem sannarlega hefur vafið upp á sig undanfarna mánuði.

Anna Gyða Sigurgísladóttir tók fróðlegt viðtal við Gísla sem flutt var í þættinum Lestinni á Rás 1 þann 6. febrúar 2017.

Þar segir Gísli frá því hvað varð til þess að hann fór til Taílands og um fyrstu kynni sín af landinu og menningunni „Ég heillaðist af fólkinu og menningunni — ég segi eins og krakkarnir, hún er eitthvað svo geðveik“. Segir hann að það séu einkum hinir sterku andstæður í þjóðfélaginu sem hafi heillað hann.  Í viðtalinu ræðir Gísli einnig stöðu þeirra sem kallaðir eru „LADYBOYS“; karlmenn með kynvitund kvenna og segir hann „LADYBOYS“ menninguna vera gríðarstóra víða í Asíu, ekki bara Taílandi. Markmið hans með verkefninu er að opna augu annarra fyrir þessum heimi. Hann ræðir  hugtakið „LADYBOYS“  meðal annars og telur að fordómaleysi Taílendinga gagnvart transfólki megi mögulega rekja til trúarbragða en Taílendingar eru að stærstum hluta iðkendur búddisma. Gísli segist upplifa „LADYBOYS“ sem eins konar sameiningartákn – í þeim sameinist karl- og kvenkyn. „Í gegnum söguna hafa ladyboys verið uppi á einhverjum stalli þegar kemur að því að upphefja Búdda,“ segir Gísli.

Í viðtalinu segir Gísli einnig frá Nancy sem var meginviðfang ljósmyndaverkefnisins og örlögum hennar en Nancy er „LADYBOY“ , og starfaði lengi sem vændiskona. „LADYBOYS“ starfa þó ekkert endilega í vændi heldur á öllum stigum þjóðfélagsins. Myndirnar sem fylgja færslunni eru úr verkefni Gísla um Ladyboys.

Hægt er að hlusta á viðtalið sem flutt var í þættinum Lestinni  í heild  hér.

Myndir Gísla má sjá á vef hans.

Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn.