Guðmundur Ingólfsson

Ljósmyndari


imynd@simnet.is

Folkwangschule fuer Gestaltung. Essen, Þýskalandi.

Kennir: Svarthvíta filmuframköllun og stækkun.

Guðmundur Ingólfsson lærði ljósmyndun hjá Otto Steinert við Folkwangschule fuer Gestaltung í Essen, Þýskalandi 1968-1971 og starfaði sem aðstoðarmaður hans um tíma eftir nám. Guðmundur hefur um langt árabil starfað við iðn- og  auglýsingaljósmyndun og rekið10916308_10152995745968162_6808567078960065419_oljósmyndastofuna ÍMYND síðan 1972. Hann hefur tekið ljósmyndir af ýmsum toga, sérstaklega fyrir auglýsingar og leikhús en hefur jafnframt sinnt heimildaljósmyndun þar sem gætir persónulegra stílbragða. Nálgun hans á viðfangsefnið er oft hvorutveggja skrásetning en einnig formræns eðlis. L jósmyndir hans eru því í senn persónuleg listaverk en einnig heimildir um staði, hönnun og arkitektúr. Undanfarin ár hefur Guðmundur skrásett, með svarthvítum ljósmyndum, hversdagslegar byggingar, oft iðnaðarhúsnæði, í og við Reykjavík, arkitektúr sem hverfur.  Guðmundur hefur einnig ljósmyndað íslenskt landslag á mörkum náttúrunnar og hins manngerða.

Ljósmyndir Guðmundar hafa birst í tímaritum og bókum og hann hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum.

Linkar á fróðleg viðtöl við Guðmund: http://www.photography-magazine.net/interviews/glimpse-icelandic-photography-work-gudmundur-ingólfsson

http://www.uncubemagazine.com/blog/16448271