Hádegisfyrirlestur Einars Fals um Kaldal í Þjóðminjasafninu þann 27. sept. 2016, kl. 12.00

aa

„Hann kann þann galdur“ Einar Falur Ingólfsson fjallar um Jón Kaldal í hádegisfyrirlestri þriðjudaginn 27. september kl.12.00 í Þjóðminjasafni Íslands.

 400x400_astasigurdardottir01

Í tilefni af opnun tveggja nýrra sýninga á ljósmyndum Jóns Kaldals í Þjóðminjasafni Íslands mun Einar Falur Ingólfsson flytja erindi um myndgerð og stílbrögð ljósmyndarans. Einar Falur bregður upp völdum lykilverkum frá ferli hans, setur verkin í sögulegt samhengi og veltir fyrir sér hugmyndafræði og helstu áherslum sem birtast í verkunum.

Fyrirlesturinn er í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 27. september kl. 12.00

Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður  en síðast en ekki síst  einn kennarana  hér í Ljósmyndaskólanum. Hann hefur  fjallað mikið um myndlist og bókmenntir á ýmsum vettvangi. Margar sýningar hafa verið haldnar á ljósmyndaverkum hans, heima og erlendis.

Nokkrar bækur hafa verið gefnar út með verkum hans og má þar nefna Úrvalið – Íslenskar ljósmyndir 1866-2009 (2009), Sögustaðir – Í fótspor W.G. Collingwoods (2010) og Án vegabrefs (2011). Þá er hann höfundur texta í bókinni Kaldal – Aldarminning sem kom út fyrir tuttugu árum þegar þess var minnst að öld var frá fæðingu meistarans.

Nánar má fræðast um nýju sýningarnar tvær á Vegg og í Myndasal  í Þjóðminjasafninu á vef Ljósmyndasafns Íslands. 

Færslunni fylgir portett Jóns Kaldals af rithöfundinum Ástu Sigurðardóttur. Ásta var fjölhæfur listamaður; jafnvíg á ritlist og myndlist. Hún var einnig  þekkt fyrir að ögra viðteknu siðgæði og gera uppreisn gegn ríkjandi gildum samfélagsins og almenningsálitinu.   Nánar má fræðast um Ástu meðal annars hér.

 

/sr.