Hallgerður Hallgrímsdóttir
Myndlistarmaður
www.hallgerdur.com/hallgerdur.hallgrims@gmail.com
BA í fatahönnun, LHÍ.
BA í ljósmyndun, Glasgow School of Art 2011
MFA, Valand Academy, Göteborg, 2019.
Kennir: Að lifa af í listheiminum, Aðferðir við listsköpun.
Hallgerður er myndlistarmaður og starfar í Reykjavík og Gautaborg. Hún vinnur aðallega með ljósmyndun og hefur hingað til sjónum með ýmsum hætti að heimalandinu. Íslensk landslagsljósmyndunarhefð er henni hugleikin og hingað til hafa verkin flest á einhvern hátt tekið á hugmyndinni um heimalandið, t.d. með því að sýna margbreytileika og dulúð íslenska hversdagsins og að skoða séríslenskar klisjur. Einnig er miðillinn sjálfur gjarnan í forgrunni en Hallgerður nálgast ljósmyndun af forvitni og tilraunagleði.
Hallgerður hefur sýnt myndir sínar víða svo sem í Hasselblad Center í Gautaborg, Photographer’s Gallery í London og Listasafni Reykjavíkur. Bók hennar Hvassast kom út 2016 en árið 2018 gaf Pastel á Akureyri út lítið ljóðmyndarit með verkum hennar sem kallaðist Límkenndir dagar.