Hjördís Ingvarsdóttir – Vegferð

aa

Hjördís Ingvarsdóttir – Vegferð 

Stundum tökum við skref sem fara með okkur í óvænta átt og allt í einu erum við komin á ófyrirsjáanlegar slóðir. Skyndilega er Hjördís stödd í tveimur heimum og rætur hennar hafa þyrlast upp. Verkið Vegferð fjallar um hvernig Hjördís tekst á við aðlögun þegar hún flytur á nýjan, framandi stað. Hún fjarlægist æskustöðvar sínar og kjarna. Þessir tveir ólíku heimar toga í hana og eru báðir hluti af henni. Þeir takast á og heimta pláss. Minningarnar verða draumkenndar og aðlögun að nýjum veruleika tekur á. 

Verkið Vegferð endurspeglar samtal þessara tveggja heima og togstreituna innra með Hjördísi. Hún notar náttúru til þess að túlka þær tilfinningar sem hún upplifir á vegferð sinni um samfélag og menningu ólíkra staða. Hún leitar að jafnvægi og reynir að átta sig á hvar ræturnar liggja.