Hlín Arngrímsdóttir – Sóttkween

aa

Hlín Arngrímsdóttir

Sóttkween

Ljósmyndir Hlínar eru listræn túlkun hennar á hversdagslífinu í sóttkví í byrjun heimsfaraldurs. Við eigum það til að breiða yfir einmanaleikann og önnur vandamál með því að glamúrvæða líf okkar fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar fela í sér takmarkað sannleiksgildi og það sem birtist á skjánum er oftar en ekki tálsýn sett á svið af okkur sem leikendum. Í verkinu Sóttkween sækir Hlín innblástur til tískuljósmynda og ímyndarsköpunar áhrifavalda til þess að afhjúpa þessa blekkingu. Verkið er lifandi samfélagsmiðill þar sem Hlín endurspeglar upplifun sína síðastliðið vor á súrrealískan hátt.

Instagram: http://www.instagram.com/sottkween