Upphaf að hugmynd þessa verkefnis er mikill áhugi fyrir ljósmyndun og fjallamennsku. Díana Júlíusdóttir var í ljósmyndanámi árið 2012 og var að láta drauma sína rætast að fara í nám til að taka betri ljósmyndir. Hún hafði fleiri drauma en að ljósmynda, það var að ganga á fjöll. Veturinn 2012 fór Díana í Ferðafélag Íslands og skráði sig í 52 Fjöll, þ.e.a.s. eitt fjall á viku. Hátindur þessarra fjalla sem hún gekk var Hvannadalshnúkur, ekki eingöngu fyrir fjallgöngu heldur að ljósmynda þessa gríðarlegu fegurð sem var í kringum hana. Ferðin hófst klukkan fjögur að morgni og lauk klukkan átta sama kvöld. Ganga á Hvannadalshnúk, hæsta fjall Íslands er 25 kílómetra löng. Það er lengsta dagleið í evrópskum óbyggðaferðum. Nálægðin við jökulinn, veðrið og fólkið var einstakt. Þegar ferðinni lauk þá breyttist eitthvað innra með Díönu sem er alveg ólýsanleg tilfinning. Ljósmyndirnar eru ljóðrænar, stílhreinar og segja okkur sögu.