I – bókin hans Valdimars er nú komin út hjá forlaginu Crymogeu.

aa

ValdimarvefurWP_20160224_12_30_05_Pro

 

Bókin hans Valdimars I er komin út!

Út er komin, hjá bókaforlaginu Crymogeu, bókin I eftir Valdimar Thorlacius. Í bókinni eru ljósmyndir af íslenskum einförum. Bókin kemur út í tengslum við opnun samnefndrar sýningar í Þjóðminjasafni Íslands.

Í bókinni eru ljósmyndir af íslenskum einförum við daglega iðju, vistarverum þeirra og nánasta umhverfi. Valdimar ræddi við og ljósmyndaði einbúa um allt land svo úr varð magnað verk. Lesandi kynnist tengslum einbúanna við umhverfi sitt, náttúruna og árstíðir og fær innsýn í hugaheim þeirra.

Þetta er ljóðrænt verk um það hve margslungið það er að vera manneskja.

Myndaröðin var lokaverkefni Valdimars við Ljósmyndaskólann árið 2014. Valdimar gaf bókina þá út  fyrst en bara í nokkrum eintökum.

/sr.