Inga Sólveig – Nokkur þúsund auganablik í Ramskram

aa

 

Nú laugardaginn 30. september opnar Inga Sólveig Friðjónsdóttir sýningu í Ramskram. Nefnist hún Nokkur þúsund augnablik og getur þar að líta myndir sem Inga Sólveig hefur tekið á ferðalögum víða um heiminn. Hún segir þetta í kynningartexta um  sýninguna:

“Það má segja að ég sé haldin einskonar ferðafýsn. Alveg frá því ég var barn og las af áfergju 1001 nótt og skoðaði myndir af ættbálkum Afríku, dreymdi mig um að ferðast til fjarlægra landa. Þó ég hafi aðeins skoðað brotabrot af löndum jarðar, gefur það mér alltaf jafn mikið að upplifa aðra menningu, fólk, byggingar og andrúmsloft. En að skoða síðan hvað þú kýst að mynda á þessum ferðalögum er forvitnilegt, því í rauninni er maður oftast bara sjá yfirborðið, ekki raunveruleikann sem býr t.d.á bakvið allar þessar lokuðu dyr. Minningarnar verða stundum kaótískar, og þannig eru þær settar fram í þessum verkum frá Kúbu og öngstrætum í Austurlöndum.“

Inga Sólveig útskrifaðist frá San Francisco Art Institute 1987. Hún hefur síðan haldið yfir 30 eikasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum. Hún heldur í heiðri aðferðum gömlu meistaranna og vinnur mest með svart/hvítt, handmálar stundum með olíu og bætir inn teikningum. Verkin hennar vitna oft til fortíðar og fjalla um tabú eins og dauðann og trúarbrögð, gerir oft myndaraðir sem segja áhorfandanum óræðar sögur. Hún myndar líka náttúruna og fókuserar á dramatík ljós og skugga.

Inga Sólveig er meðlimur  í FÍSL- félagi íslenskra samtímaljósmyndara.

Sýninginn stendur til 5. nóvember 2017.

RAMskram er sjálfstætt starfandi sýningarrými tileinkað samtímaljósmyndun á Njálsgatu 49, 101 Reykjavík. Er opið þar um helgar milli 14 – 17.

https://www.facebook.com/RAMskram.Iceland/

Inga Sólveig Friðjónsdóttir   sími 864-4966

http://ingasolveig.is