Inntökuskilyrði/ferli

Umsækjendur um nám í Ljósmyndaskólanum þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Gerð er krafa um almenna tölvukunnáttu.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí ár hvert.

Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 5620623.

UMSÓKNARFERLIÐ:

Umsóknarferlið er 3 þrep.

Umsókn. Sótt er um skólavist af heimasíðu skólans. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjenda:

a) Fullt nafn, heimilisfang, kt. og símanúmer

b) Nám, gráður og fyrri störf og tímabil

c) Stutt lýsing á því af hverju þú vilt læra ljósmyndun

d) Hvað  hyggst þú fyrir með námi þínu í ljósmyndun

e) Hverskonar ljósmyndun hefur þú mestan áhuga á?

f) Hverjir eru helstu kostir þínir?

Athugið að hægt er að skila inn ítarlegri útfærslu á svörum við þessum spurningum í sér kynningarbréfi og hengja pdf af því við umsóknina. Athugið að vönduð umsókn eykur líkur á skólavist.

Mappa. Umsóknum skal fylgja mappa með verkum eða önnur verk sem endurspegla skapandi áherslur umsækjanda. Hægt er að senda möppu rafrænt í viðhengi við umsóknarform af heimasíðu. Gætið að því að mappa sé ætið vel merkt viðkomandi umsækjanda með nafni, símanúmeri og netfangi. Einnig er hægt að hengja við umsókn slóð á heimasíðu, útgefið efni eða annað efni á stafrænu formi sem umsækjandi kýs að láta fylgja umsókn og getur styrkt hana.

Viðtal. Í umsóknarferlinu verður umsækjandi boðaður í viðtal til skólastjórnenda. Þar er meðal annars leitast við að meta hvernig námið við skólann muni henta umsækjanda og markmiðum hans.

Umsóknin, viðtalið og mappan eða þau verk önnur sem umsækjandi leggur fram, liggja til grundvallar mati á því hvort umsækjanda verður veitt skólavist í Ljósmyndaskólanum.

Umsækjendur fá svar við umsókn sinni með tölvupósti.

NÁNARI UPPLÝSINGAR:

Mappa umsækjanda þarf að innihalda þrjú til fimm mismunandi verk. Þessi verk geta verið af ýmsum toga, t.d. ljósmyndir, teikningar, skissur, hugmyndavinnubók, vídeó,  texti eða annað það sem endurspeglar skapandi áherslur umsækjanda.

Dæmi:

  • Eitt verk getur verið samsett úr nokkrum einingum (1-6 einingum); getur t.d. samanstaðið af  1-6 ljósmyndum, teikningum, skissum eða klippimyndum.
  • Eitt verk getur samanstaðið af blöndu af  mismunandi einingum sem unnar eru með ólíkri tækni, t.d. ljósmyndum, teikningum, skissum eða klippimyndum.

Umsækjendur hafa frjálsar hendur um útfærslu á möppunni en mikilvægt er að verkin í henni skapi einhverskonar heild, að mati umsækjanda og endurspegli áhuga viðkomandi á skapandi nálgun á viðfangsefni.

Mappa er fyrst og fremst hugsuð sem grundvöllur samræðu í viðtalinu sem á eftir fer. Þar er fyrst og fremst leitast við að meta hvernig námið við skólann muni henta umsækjanda og markmiðum hans.

Möppu er hægt að skila inn rafrænt sem viðhengi með umsókn um skólavist af heimasíðu.

Hægt er póstlegga möppuna eða skila henni inn á skrifstofu skólans, opið kl. 9.00 – 16.00 virka daga. Heimilisfang Ljósmyndaskólans er Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.

Öllum möppum umsækjanda sem ekki berast rafrænar er skilað þegar umsóknarferli er yfirstaðið. Rafrænum möppum er eytt.

 Undanþága frá skilyrðum um menntun: Hægt er að sækja um undanþágu frá skilyrðum varðandi menntun til skólastjóra sem tekur afstöðu til umsóknar eftir aðstæðum hverju sinni. Við slíka undanþágu er sérstaklega horft til aldurs, starfsreynslu og þekkingar á ljósmyndun.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna