Ísland var gestur ljósmyndahátíðarinnar WFFA 2015 í Varsjá.

aa

warsaw vef

Ísland var í brennidepli á Ljósmyndahátiðinni í Varsjá í Póllandi vorið 2015. Ljósmyndun á Íslandi voru þar gerð skil með ýmsum hætti og margir íslenskir ljósmyndarar voru gestir hátíðarinnar. Þar sýndu meðal annarra Pétur Thomsen, Katrín Elvarsdóttir, Spessi og Bjargey Ólafsdóttir.

Í Galeria Obok var svo samsýning þriggja ungra íslenskra ljósmyndara; þeirra Valdimars Thorlacius, Siggu Ellu Frímansdóttur og Hallgerðar Hallgrímsdóttur. Öll sýndu þau portrett af einhverju tagi; Valdimar myndir af íslenskum einbúum, Sigga Ella seríu sína af fólki með Downs heilkenni og Hallgerður sýndi myndir af ungu fólki á leiðinni heim af börum Reykjavíkur.

Myndin sem fylgir færslu er úr sýningarrými þeirra í Galeria Obok. Myndir Valdimars eru til hægri, myndir Siggu Ellu fyrir miðjum sal og svo glittir í myndir Hallgerðar á veggnum til vinstri á myndinni.

Hér er linkur á síðu hátíðarinnar í Varsjá: http://www.wffa.eu/