ISO 2019 á Korpúlfsstöðum til 7. júlí.

aa

Þann 22. júní sl. opnaði samsýning FÍSL, ÍSÓ 2019, á Korpúlfstöðum. Undanfarin ár hefur FÍSL, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, haldið slíkar samsýningar annað hvert ár  en þar sýna meðlimir  félagsins það sem þeir eru að vinna að  um þær mundir. Sissa Ólafsdóttir var sýningarstjóri að þessu sinni. Hún  segir að það sé meðal annars eitt skilyrðið fyrir að sýna að verkin mega ekki vera eldri en tveggja ára.  Síðast var sýningin  á Höfn í Hornafirði sumarið 2017 og þar áður fyrir vestan, á Ísafirði. Nú er hins vegar líkur á því að sýningin festist í sessi þarna á Korpúlfsstöðum segir Sissa. Húsnæðið sé skemmtilega hrátt og henti svona fjölbreyttri samsýningu vel. Að þessu sinni  eru sýnendur 21 og verkin afar fjölbreytt.

Sýningin er opin um helgar frá kl. 13:00-17:00 og stendur hún til 7. júlí.

Sýnendur:
Aishling Muller
Charlotta María Hauksdóttir
María Kjartansdóttir
Bragi Þór Jósefsson
Kristín Hauksdóttir
Rúnar Gunnarsson
Vigdís Viggósdóttr
Nina Zurier
Einar Falur Ingólfsson
Stuart Richardsson
Maria Steinsson
Agnieszka Sosnowska
Bjargey Ólafsdóttir
Sigga Ella
Friðgeir Helgason
Friðrik Örn
Helgi Skúta
Spessi
Ingvar Högni Ragnarsson
Einar Sebastian
Björn Árnason

Sýningastjóri: Sissa Ólafsdóttir

Stuart Richardson tók þessar myndir  á sýningarstað +

r má sjá nokkrar  myndir frá opnun.

Þá er bara að hvetja alla til að fara á Korpúlfsstaði og kíkja á sýninguna sem stendur til 7. júlí.

 

/sr.