Jack Latham opnar Mál 214 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 16. september.

aa

Sugar Paper Theories ©Jack Latham

Mál 214, sýning um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Breski ljósmyndarinn Jack Latham hefur beint linsunni að fólki og stöðum sem koma við sögu í margvíslegum frásögnum af því hvað varð um þá Guðmund og Geirfinn. Latham varði tíma með eftirlifandi sakborningum, uppljóstrurum, samsæriskenningasmiðum, sérfróðum álitsgjöfum og öðrum sem tengjast málinu.

„Á sýningunni Mál 214 má segja að ljósmyndir Lathams ásamt efnivið úr upprunalegu lögreglurannsókninni gegni hlutverki bæði raunverulegra og ímyndaðra minninga. Gísli Guðjónsson, prófessor í réttarsálfræði og handhafi bresku orðunnar Commander of the British Empire (CBE), skrifar texta sýningarinnar. Sérfræðiálit hans og þróun hans á hugtakinu minnisvafaheilkenni (e. memory distrust syndrome) áttu þátt í lausn svonefndra Birmingham-sexmenninga og Guildford-fjórmenninga úr fangelsi í víðfrægum breskum sakamálum, auk þess sem hann hefur unnið að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á ýmsum stigum þess.

Jack Latham hlaut ljósmyndabókaverðlaunin Bar Tur Photobook Award árið 2015. Bók hans, Sugar Paper Theories, hefur að geyma sama efni og sýningin en bókin var gefin út sameiginlega af Here Press og The Photographers’ Gallery.“

Sýningin opnar laugardaginn þann 16. september  í Ljósmyndasfni Reykjavíkur og stendur til 14. janúar 2018.

Sunnudaginn þann 17. september, kl. 14.00 munu Jack Latham og Gísli Guðjónsson verða með sýningarspjall fyrir gesti í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Það verður án efa áhugavert.

Nánar má lesa um sýninguna og Jack Latham á vef safnsins.

/sr.