Jón Proppé
Listfræðingur, kennari við LHI og Kvikmyndaskóla Íslands
proppe@gmail.com
University of Illinois at Urbana-Champaign.
Háskóli Íslands
Kennir: Listasögu 1 og 2 og Lokaritgerð
Jón Proppé lærði heimspeki við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum og er sjálfstætt starfandi fræðimaður og sýningarstjóri. Hann hefur skrifað fjölmargar greinar um menningu og listir, fjallað um sýningar, skrifað greinar og bókakafla, auk greina í á annað hundrað sýningarskrár á Íslandi og víðar. Hann hefur stýrt sýningum fyrir söfn og ýmsar stofnanir á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Þýskalandi, stýrði um skeið Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar og hefur gegnt ýmsum opinberum ábyrgðarverkefnum. Jón hefur starfað að bókaútgáfu, bæði sem ritstjóri og hönnuður. Hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og leitt ráðstefnur, auk þess sem hann hefur komið að gerð fjölmargra heimildamynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Jón er einn þeirra höfunda sem rituðu Sögu íslenskrar myndlistar á tuttugustu öld.