Kaja Sigvalda – Flækja

aa

Kaja Sigvalda

Flækja

Sum hár eru elskuð, þau eru strokin og böðuð í næringu á meðan önnur þvælast fyrir, eru rökuð burt og látin hverfa. Hár varðveitir upplýsingar um hver við erum, hvað við borðum, í hvernig umhverfi við búum og hvernig við viljum að veröldin sjái okkur. 


Flækja er sjónræn rannsókn á hlutverki hárs; hvernig hárið tengist líkama og sjálfsmynd. Kaja veltir vöngum yfir sannleiksgildi ljósmyndarinnar þar sem unnið er með raunefnið hár og afrit af manneskju. Þannig flækir höfundur saman þátíð og nútíð, afrit og raunefni, raunveruleika og endursögn.

@kajasigvalda