Katrín Elvardóttir og Eikon verðlaunin.

aa

Katín Elvarsdóttir var einn þriggja listakvenna sem hlaut EIKON verðlaunin í nóvember síðastliðinn en til þeirra var efnt vegna útgáfu 100. tölublaðs  listtímaritsins EIKON. Tímaritið kom af þessu tilefni út með þremur mismunandi forsíðum og mynd Katrínar á forsíðunni var úr verkinu Horfið sumar 3. Auk Katrínar voru listakonurnar Gabriele Rothemann, Susan MacWilliam verðlaunahafar EIKON verðlaunanna og áttu þær hvor um sig verk á forsíðu 100. tölublaðsins.

Verðlaunin eru  sérstök fyrir þær sakir að þau eru aðeins fyrir kvenlistamenn sem eru 45 ára eða eldri. Hin velþekkta listakona, Valie Export er verndari verkefnisins en hún vinnur með fjölbreytta listmiðla, meðal annars videó, gjörninga og ljósmyndir.

Í febrúar sl. var svo opnuð stór sýning í Kustlerhaus 1050 í Vínarborg með verkum EIKON verðlaunahafanna.

Ástríður Magnúsdóttir tók afar fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Katrínu fyrir tímaritið Artzine sem hefur yfirskriftina Að gefa í skyn en segja ekki allt. Þar segir Katrín frá verðlaununum, hugmyndum sínum um ljósmyndun sem listform, af hverju hún valdi miðilinn sem leið til sköpunar og ýmsu fleiru.

Þar segir Katrín meðal annars: Ég sá verðlaunin auglýst og þekkti til tímaritsins.  EIKON tímaritið er mjög vandað austurískt tímarit sem er gefið út á ensku og þýsku. Það sem mér fannst áhugavert var að þessi verðlaun eru ekki fyrir ungar og upprennandi listakonur heldur fyrir evrópskar konur sem eru orðnar 45 ára og sem eru að vinna með ljósmyndina sem miðil eða í nýmiðlum (e. New Media). Þrjár konur hlutu verðlaunin, Gabriele Rothemann, Susan MacWilliam og ég. Verðlaunaafhendingin var í Vínarborg í nóvember og gefið var út tímarit á ensku og þýsku þar sem birtar voru myndir og texti um hverja okkar. Listfræðingurinn Lucas German og sýningarstjóri hjá Kunshalle í Vínarborg skrifaði textann sem birtist með mínum verkum í tímaritinu. Myndin á forsíðunni er úr seríunni Horfið sumar og er tekin á hjólhýsasvæði þar sem einhver hafði ákveðið að búa til tjörn úr svörtu plasti, með vatni í og svartri plastönd. Forsíðumyndin er kannski ekki lýsandi fyrir það sem ég hef verið að gera, og þó, ég er að fjalla um hvernig maðurinn upplifir náttúruna og hvernig þetta manngerða blandast við náttúruna.Þar sýni ég verk úr myndaröðunum Vanished Summer og Equivocal, ásamt nýrra verki sem ég kalla Solar Eclipse Shadow sem er varpað á vegg í dimmum sal. Við það að varpa verkinu myndast öðruvísi stemmning en ef ljósmyndirnar væru birtar í ramma í hefðbundnu rými.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér

/sr.