Kata Jóhanness – vera

aa

Kata Jóhanness – vera

Hvert sem litið er komum við auga á fyrirbæri sem við myndum tengsl við. Því oftar sem við gefum tilverunni gaum, því dýpri verða tengsl okkar, við hið náttúrulega, manngerða og mannlega. Við þessi ósýnilegu boðskipti myndast nánd sem veitir skjól í hörðum heimi raunveruleikans. 

Augnablikin má líta á sem andlegar upplifanir sem veita sýn inn í okkar innri heim. Í verkinu vera leitar Kata vísbendinga í eigin hversdagsleika og skoðar hvort hinn sýnilegi heimur og sá ósýnilegi séu mögulega einn og hinn sami; tvær hliðar sama veruleika. Í rannsókninni finnur hún innbyrðis tengsl, endurkast milli staða og hluta þar sem tími og rými renna saman.

Instagram: @katajohanness