Elín Ósk Jóhannsdóttir – Afdrif

aa

Elín Ósk Jóhannsdóttir

Afdrif

Hvar er allt fólkið sem horfið hefur án nokkurra skýringa? Hver er saga þess og afdrif? Andlit horfinna einstaklinga og sögur þeirra veittu Elínu innblástur í skáldaða frásögn. Í verki sínu fangar hún hina dularfullu veröld út frá eigin hugmyndum um hvar fólkið, sem enginn veit hvar er, gæti mögulega verið niðurkomið. Verkið er sett upp sem bókverk og vinnur hún bæði með eigin ljósmyndir og fundið efni. Hið ímyndaða umhverfi sem Elín leitast við að skapa í verkinu er bæði dularfullt og ógnandi og veltir hún fyrir sér tilvist manneskjunnar og þörf hennar til að tilheyra. 

Instagram:https://www.instagram.com/elinossk/