Kristina Petrošiutė opnar sýninguna ‘Decomposition’ í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49, laugardaginn 1. október.

aa

kristina-unnamed

Laugardaginn þann 1. október opnar Kristina Petrošiutė  sýninguna  ‘Decomposition’ í  Gallery Ramskram á Njálsgötu 49.

Sýningin opnar kl. 18.00 þann 1. október og stendur til 9. október

Opnunartímar sýningarinnar eru þessir: Fi. – fö. kl. 16.00-19.00, lau.-su. kl. 13.00-19.00

Eftirfarandi texti fylgir kynningu á sýningunni:

“Until 1951, all commercial cinematic film prints were made on a base of nitrocellulose, which is both highly flammable and chemically unstable. Because of the sensitive nature of this substance, film from that era is notoriously difficult to preserve. Various chemical reactions between the film and elements such as moisture, heat and acids in the natural environment cause color to fade, mold to grow, the film to shrink, become brittle and finally turn to dust.

In this series of images, taken at the EYE Film Institute in Amsterdam, Kristina photographed film that was intended for the trash, and in doing so documented the outcome of an interaction between two environments: the living and the recorded. She examined the decay caused by the collaboration between time, natural elements and the chemical base of the film. The series thus serves to record evidence of the way in which nature can poetically affect humanity even if on a small scale – the tables being turned on us with delicate spider-webs of mold, black bubbles and white flares distorting and disfiguring the film, letting us know that time and chemistry will have the last word.”

Kristina útskrifaðist frá Ljósmyndaskólanum árið 2015 og hefur undanfarin ár sýnt verk sín víða, bæði á Íslandi og erlendis og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún býr og starfar á Íslandi, vinnur að eigin verkum, kennir og tekur að sér ýmiskonar ljósmyndaverkefni. Kristina kennir meðal annars hér við  Ljósmyndaskólann.

Verk Kristinu spanna vítt svið og umfjöllunarefnið er fjölbreytt en endurtekið kemur þó fyrir þemað sem sjá má í þessari sýningu hennar ‘Decomposition’,  það er að vinna með efni sem dæmt hefur verið einskis nýtt eða hefur verið hent til hliðar eða yfirgefið –  enduruppstilling eða endurmat tiltekins efniviðs.

Hér má nánar fræðast um Kristinu.

Ramskram gallerí á Njálsgötunni er nýtt gallerí sem sérhæfir sig í samtímaljósmyndum. Sjá heimasíðu og facebókarsíðu gallerísins.

 

/sr.