Krummi – 16. janúar

aa

Krummi

16. JANÚAR

Krummi notar myndavélina sem tæki er gefur hinu ljóðræna í hversdagsleikanum gaum, frystir augnablik til nánari skoðunar, í aðstæðum sem að öllu jöfnu kalla ekki á athygli okkar. Í daglegu skrölti með myndavél datt hann inn í skapandi farveg sem leiðir hann í átt að frjórri tilveru.

16. JANÚAR er ljósmyndaverk þar sem rýnt er í augnablik sem skók tilvist höfundarins. Verkið markar 12 ára skrölt í átt að skilningi og sátt gagnvart breyttu lífi. 

Heimasíða: krummijons.com