Kynningardagar – beinar útsendingar af Fb síðu skólans.

aa

Samtök sjálfstæðu listaskólanna eru regnhlífarsamtök sjálfstæðra listaskóla, sjá www.listaskolar.is

Árlega standa samtökin fyrir kynningardögum. Að þessu sinni leitast allir við að laga sig að aðstæðum og boðið verður upp á stafræn opin hús, opin hús með fyrirfram skráningu og beinar útsendingar svo nokkuð sé nefnt.

Ljósmyndaskólinn verður með tvær beinar útsendingar. Þar sitja nemendur, útskrifaðir nemendur og starfsfólk fyrir svörum og hægt verður að senda inn spurningar.

Einnig verður báða dagna bókakynning; annarsvegar bókakynning um það hvernig Ísland birtist í verkum þriggja samtímaljósmyndara og hinsvegar verður kynning á bókverkum sem nemendur hafa unnið í náminu við skólann.

Útsendingar verða fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13.00 – 14.00 og föstudaginn þann 19. febrúar kl. 11.00 – 12.00

Fylgist með!

/sr.