‘LADYBOYS’

aa

 

Mynd3@-GHs-Photography111116-120253-e1481751820255-759x500

Ljósmyndarinn Gísli Hjálmar Svendsen hefur varið stórum hluta síðustu tveggja ára í Taílandi. Þar hefur hann fylgt eftir hópi  sem kallar sig ‘LADYBOYS’ og ljósmyndað þá við daglega iðju.  Stefnir  Gísli að því að gefa myndirnar út í bók.

Nýverið tók Friðrika Benónýsdóttir fróðlegt viðtal við Gísla sem lesa má hér. Þar segir hann meðal annars frá þessu mikla verkefni  sem hann byrjaði á þegar hann tók þátt í vinnustofu fyrir ljósmyndara í Taílandi.  Hann segir þó að sig hafi engan vegin órað fyrir  því hvað hann væri að fara út í og að verkefnið myndi vinda svona upp á sig. Gísli segir að staða transfólks og karlmanna með kvenleg einkenni, þeirra sem kallaðir eru Kathoey,  hafi breyst mikið síðustu áratugina í Taílandi. Hér áður fyrr hafi þessi hópur haft sérstaka stöðu, nánast verið í hópi heilaga en með auknum vestrænum áhrifum hafi afstaðan  breyst og staða þeirra hafi versnað til muna.

Gísli er útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2014. Hann hefur síðan þá fengist við margvísleg verkefni í ljósmyndun. Nánar má fræðast um Gísla á heimasíðu hans.

/sr.