Landslag er ferðalag – Vinnustofa 2. árs nemenda með Friðgeiri Helgasyni.

aa
Landslag er ferðalag, vinnstofa hjá nemendum á öðru ári með Friðgeiri Helgasyni.

fridgeir-20160909-021004

“Að ljósmynda landslag er að fara í ferðalag. Það getur verið ferðalag út í heim, bíltúr um náttúru Íslands, strætóferð upp í Breiðholt eða bara göngutúr um nánasta umhverfi. Landslagsljósmyndun þarf ekki endilega að gerast út í guðsgrænni náttúrunni. Hún á sama rétt á sér í bæjum og borgum.” segir Friðgeir Helgason. Í vinnustofunni lagði Friðgeir áherslu á að aðstoða nemendur við að finna eigin rödd í ljósmyndun, ekki síst með tilliti til landslagsljósmyndunar.

Auk fyrirlestra og verkefna áfangans fór Friðgeir með nemendum  í dagasferð  “um hin fögru Suðurnes”.  Skoðaðar voru perlur eins og Sandgerði og Hafnir og fleiri staðir á Suðurnesjum sem eru “yfirfullir af súrmeti og rústaklámi (Ruin Porn)” svo vitnað sé til þess sem Friðgeir segir í áfangalýsingu.

Hér er  vísun á vefsíðu Friðgeirs sem býr og starfar i Bandaríkjunum.

Við þökkum Friðgeiri samveruna!

/sr.