Langar þig í listnám?

aa

Kynningardagar Samtaka sjálfstæðra listaskóla dagana 18. – 19. febrúar.

Eins og hefð er fyrir standa Samtök sjálfstæðra listaskóla að sameinginlegum kynningardögum í febrúar.

Samtökin eru regnhlífarsamtök skóla þar sem boðið er upp á listnám á ýmsum námsstigum.

Að þessu sinni eru kynningardagarnir skipulagðir með aðstæður í þjóðfélaginu í huga. Boðið verður meðal annars upp á opin hús, ýmist stafræn eða þá með fyrirfram skráningu á viðburðin og beinar útsendingar.

Eins munu skólarnir nota tækifærið og birta fjölbreytt efni sem tengist hverjum skóla og náminu sem þar er boðið upp á.

Þeir skólar sem taka þátt í Kynningardögunum að þessu sinni eru auk Ljósmyndaskólans, Klassíski listdansskólinn, Myndlistarskólinn í Reykjavík og Kvikmyndaskóli Íslands.

Kynningardagarnir standa einungis þessa tvo daga, 18. og 19. febrúar og þeir sem áhugasamir eru um listnám hvattir til að nýta sér tækifærið.

Benda má á að alltaf er OPIÐ á heimasíðum þessara skóla og um að gera að leita þar upplýsinga um nám og námsframboð.

Á Facebook síðu Samtaka sjálfstæðra listaskóla og heimasíðu þeirra mun birtast ítarlegri dagskrá þegar nær dregur.