Laugavegurinn – bók Bjarkar Guðbrandsdóttur komin út.

aa

KAPA-3vef

 

 

Laugavegurinn  bókin hennar Bjarkar er nú komin út. Bókin er gefin út í samstarfi við Ferðafélag Íslands.

Laugavegurinn er vegleg ljósmyndabók um Laugaveginn svokallaða, það er gönguleiðina frá Landmannalaugum í Þórsmörk en sú leið var útnefnd ein af 20 bestu  gönguleiðum í heimi af tímaritinu National Geographic.

Bókin er afrakstur margra ferða Bjarkar um Laugaveginn og er góð heimild um leiðina.  Laugavegurinn var lokaverkefni Bjarkar við Ljósmyndaskólann í janúar sl. Það er sannarlega gleðilegt þegar útskrifaðir nemendur fá lokaverk sín útgefin.

Björk hefur stundað útivist og hálendisgöngur í mörg ár, bæði sem þátttakandi og fararstjóri og meðal annars gengið Laugaveginn 12 sinnum.  Björk hefur ætíð lagt mesta áherslu á landslagsljósmyndun og myndir hennar hafa á undanförnum árum birst í tímaritum og bókum.

Bókin fæst í betri bókaverslunum og á skrifstofu Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6.

/sr.