List gegn ofbeldi

aa

List gegn ofbeldi.

Þann 6. júní síðastliðinn afhentu þær Alda  B. Guðjónsdóttir og Sissa Ólafsdóttir fulltrúa Kvennathvarfsins þá upphæð sem safnaðist í átakinu List gegn ofbeldi. Það er gleðilegt að segja frá því að viðtökur við átakinu fóru fram úr björtustu vonum og fjölmargir kræktu sér í verk og studdu þar með gott málefni. Eru þeim færðar hjartans þakkir svo og öðrum sem studdu við átakið með ýmsum hætti. 

Alls söfnuðust kr. 1.427.882 á meðan á átakinu stóð og kemur sú upphæð vafalítið að góðum notum hjá Kvennaathvarfinu. Það var Sigþrúður Guðmundsdóttir sem veitti fjárhæðinni viðtöku fyrir hönd Kvennaathvarfsins. Myndin var tekin við það tilefni.

Frá vinstri: Sissa, Sigþrúður, Alda