Listakona vikunnar – Anna Margrét Árnadóttir – RÆTUR

aa

Listamaður/listakona vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.

Listakona vikunnar er Anna Margrét Árnadóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hún myndir og bókverk sem eru hluti af verkefni sem hún er enn að vinna og hún kallar Rætur.
Anna Margrét Árnadóttir – Rætur.

Ég hef tekið eina polaroid mynd af hversdagslífinu mínu á hverjum degi í rúmt ár. Þetta eru myndir af einhverju sem ég sé, einhverjum sem ég hitti eða einhverju sem á vegi mínum verður, nokkurskonar sjónræn dagbók.  Ég er alltaf með myndavélina á mér og hún er eiginlega orðin partur af mér.

Það sem ég sýni á veggnum núna er smá brot af þeim myndum sem ég hef tekið  á þessu  rúma ári og þannig er það aðeins brot af miklu stærra verki sem ég kalla Rætur. Bókin sem er hluta af því sem ég sýni núna  er svo verkefni úr vinnustofunni Að elta hugmynd hjá Orra Jónssyni nú á haustönninni. Þar notaði ég myndir úr þessu verkefni og setti saman bókverkið, Rætur vol 1. Mig langar að halda áfram að vinna að þessu verkefni og sé útkomuna fyrir mér sem stærri bók.

Hægt er að fylgjast með Önnu Margréti á  Instagram. https://www.instagram.com/annamargreet/

/sr.