Listakona vikunnar – Gígja Skjaldardóttir – Náttúrulega

aa

LISTAMAÐUR VIKUNNAR HEFUR VEGG Í HÚSNÆÐI TIL SKÓLANS TIL UMRÁÐA Í EINA VIKU OG GETUR NÝTT PLÁSSIÐ ÞAR AÐ VILD TIL AÐ SÝNA VERK SÍN.

Að þessu sinni er listamaður vikunnar Gígja Skjaldardóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hún verkið Náttúrulega. 

Gígja segir um verkið:

Náttúrulega

Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna sérkenni í landslagi eru oft á tíðum nefnd eftir líkamspörtum. Þar má til dæmis nefna orðin öxl, háls, tunga, enni og nef.

Í verkinu Náttúrulega styðst ég við hina ,,almennu” skilgreiningu orðsins ,,landslag“ og nota ljósmyndamiðilinn til að tvinna saman þessa þætti; náttúruna, landslagið og líkamann. Markmið mitt með verkinu er að áhorfandinn finni tenginguna á milli þessara þátta og horfi á líkamann sem náttúrlegt fyrirbæri umfram allt annað.

Getum við slitið okkur frá þeim samfélagslegu gildum og viðmiðum hvað varðar líkamsmenningu og útlitsdýrkun og þess í stað upplifað og fundið fyrir náttúru og ,,landslagi” líkamanns?

Verkið er prentað á japanskan Washi pappír og var unnið í vinnustofunni Landslagsljósmyndun undir handleiðslu Péturs Thomsen í lok síðasta árs.

Hér sést hvernig Gígja setur verkið upp á veggnum.

/sr.